top of page

Myndvörpun í björtum rýmum


Margverðlaunuðu dnp Supernova Sýningartjöldin eru þau fyrstu sinnar tegundar í heiminum. Núna loksins í fyrsta sipti þarftu ekki að dimma ljósin til að halda fyrirlestur eða kenna. Með glæsilega hönnun og margvíslegar stærðir, Supernova sýningartjöldin betrumbæta myndina og gæðin margfalt í nánast hvaða umhverfi sem er.

Með allt að 7 sinnum meiri skerpu og 2 sinnum bjartari en hefbundin sýningartjöld, Supernova sýningartjöldin veita margfalt betri myndgæði, jafnvel í mikilli birtu. Það þýðir einfaldlega að hægt er að hafa ljósin kveikt og halda augnsambandi við áhorfendur á meðan kynningu eða fyrirlestri stendur. Taka eftir andlitsviðbrögðum þeirra. Náðu fullkomnri athygli hjá áhorfendum.

Supernova sýningartjöldin eru tilvalin fyrir aðstæður þar sem krafist betri gæða, fullkomna framsetningu og skýrari fyrirlestur eða mynd, einnig þar sem hefbundinn flatskjár er ekki nægilega stór. Vörurnar eru af þremur meginflokkum, Fixed, Retractable og Portable, með ný módel stöðugt í þróun. Það eru margar útfærslur í boði, með mismunandi hlutföll og frágang, það er auðvelt að finna sýningartjald sem uppfylir bæði tæknilegar þarfir sem og umhverfi. Supernova sýningartjöldin ganga með öllum stöðluðum skjávörpum og eru auðveld í uppsetning og viðhaldi.

Supernova skjátækni

Tvöfalt birtumagn


Supernova sameinar framúrskarandi myndgæði sem hingaðtil hafa einungis náðst með baklýstum sýningartjöldum og hönnun sem fer lítið fyrir og er mjög auðveld í upsetningu.

Með öðrum orðum,þú færð það besta úr báðum heimum.



Einstök samsetning tækniþátta eykur bæði myndskerpu og birtu – sem leiðir til allt að  7 sinnum meiri skerpu og tvöfalt birtumagn en með hefbundið sýningartjald. Það þýðir ekki bara skærari, dýpri litir og betri mynd, það þýðir líka sparneytni og betri hagur. Með með aukinni birtu frá tjaldinu þarftu minni og ódýrari skjávarpa.

Supernova sýningartjöldin eru með „active high-contrast filter“ sem endurkastar tvöfalt sinnum varpaðri mynd og umleið dregur í sig og eyðir öllu ljósi sem skellur á það frá umhverfinu. Þessi einstaka tækni þýðir að ljósgjafar og birta frá umhverfinu hefur nánast engin áhrif á myndgæði eða endurgjöf, þesvegna eru Supernova tjöldin tilvalin fyrir björt rými.

7 lög - 7 sinnum meiri skerpa


Hefbundin sýningartjöld endurkasta þeirri mynd sem varpað er á þau og öllu öðru ljósi sem skellur á þau tilbaka í allar áttir.


Supernova sýningartjöldin fara útfyrir þessar takmarkanir sem hefbundin sýningartjöld er bundin, með því að nota „active optical system“.



Efnið er gert úr 7 háþróuðum lögum til að auka gæði og skerpu á myndinni.

    

  • Ysta lagið er optísk linsu filma sem sér um að beina óbeinu ljósi úr umhverfinu inn í dökkan bakrunn sem eyðir því svo það endurkastist ekki til áhorfenda.
  • Svo er tæknilega háþróað spegil lag sem eykur áhorfshorn í allt að +/- 85°.
  • Svört litafilma sem setur gjörsamlega nýja staðla þegar kemur að litaendurgjöf.
  • Hlífðarfilma sem gerir tjaldið rispu frítt og minkar flökt.

Supernova efnin


Supernova sýningartjöldin er hægt að fá með tvennskonar efnum sem eru hönnuð til að uppfylla mismunandi kröfur um myndvörpun. Bæði efnin henta vel í björtum sem og dimmum rýmum.







Supernova 23-23 efnið



Gain 2,3 / Angle 23°



  • Nú með annari kynslóð af spegil lagi.
  • Með nýja kynslóð af háskerpu (NGHG) efni býður uppá samræmt birtustig yfir allt tjaldið, betri lárétt áorfshorn og nánast útrýma öllu flökti sem er þekkt vandamál við myndvörpun.
  • Það virkar frábærlega bæði í björtum sem og dimmum rýmum með flest öllum skjávörpum.   
  • Þetta efni er fullkomið fyrir rými sem þarfnast víð áhorfshorn eins og t.d fyrirlestrarsalir, auglýsingar (POS) eða upplýsingaskjáir (POI).

23-23 efnið fæst í Supernova One og Supernova Core tjöldunum.​















Supernova 08-85 efnið



Gain 0,8 / Angle 85°



  • Efnið hefur hlotið ISF-Vottun (Imaging Science Foundation) sem er gæðastaðall fyrir myndgæði og skerpu.
  • Framkallar dýpri og svartari svartan, hærri skerpu og sérstaklega víð áhorfshorn.
  • Efnið hentar sérstaklega vel í dimmri rýmum en er þó einnig hægt að nota það í bjartari rýmum með öflugri skjávarpa.
  • ISF-vottun er gefin út fyrir skjái, sjónvörp, sýningartjöld ofl. sem eru með afburða mikil myndgæði.


08-85 efnið fæst í Supernova One, Supernova Core, Supernova Epic, Supernova Infinity, Supernova Flex og Supernova Flex Classic.

Supernova Mobile notar 08-85A efnið sem er sérstaklega hannað fyrir skjávarpa sem eru hafðir á borði.



 

Skjátækni sem unnið hefur til verðlauna

 

dnp sýningartjöldin hafa unnið þónokuð marga titla frá fagaðilum í samfélaginu þar á meðal:

Insight Media Best Buzz Award fyrir bestu skjátækni árið 2005 og 2006 á InfoComm; Stærsta hljóð og mynd sýning í heimi.

Honeree Award frá The Consumer Electronics Association árin 2006, 2007 og 2008.

Exc!te Award á CEDIA US 2007 (the Custom Electronic Design & Instillation Association conference).

Product of the year 2006 frá The Confederation of Danish Industry; 7000-meðlima-sterkt félag sem heiðrar á hverju ári eina framúrskarandi  Danska vöru eða þjónustu.

dnp denmark er einnig ISF (Image Science Foundation) vottað, sem þýðir að

Supernova 08-85 skjá efnið uppfyllir kröfur sem einkennir bestu skjái sem fáanlegir eru.

bottom of page